Móðurást er frumkvöðull í í leigu á brjóstapumpum hér á landi og hefur verið með Medela brjóstapumpur til leigu í fleiri áratugi. Sú tegund sem nú er í útleigu er Medela Symphony, en sú pumpa er einmitt líka í notkun á sjúkrahúsum landsins.

Symphony er nýjasta tvöfalda brjóstapumpan fyrir sjúkrahús frá Medela. Hún er með 2 takta dælingu og býður upp á að bæði brjóstin séu mjólkuð í einu, sem sannað er að dregur úr dælutíma með hraðari pumpun og mjólkurstreymi.
Symphony er þróuð útfrá niðurstöðum umfangsmikilla rannsókna á rafmagnsbrjóstadælum sem Medela hafði frumkvæði að og framkvæmdar voru af ýmsum þekktum sérfræðingum þmt Peter Hartmann, Phd.

Sérstaða Symphony-vélarinnar er sú að sá búnaður dælunnar sem mjólk fer er aðskilinn frá dælubúnaðinum og einnig varinn gegn flæði með sérhannaðri himnu.

Kostir og eiginleikar

2ja-fasa pumpun: Sérþróuð til að líkja eftir náttúrulegu sogi barnsins.

Þægilegt: Ein- eða tvöföld pumpun

Initiate: sérstakt program til að nota fyrstu dagana eftir fæðingu til að hefja mjólkurframleiðslu t.d. ef barn getur ekki vegna veikinda eða vanþroska hafið brjóstagjöf.

Dropatakki: Mæður geta auðveldlega farið aftur i örvun með því að ýta á einn hnapp á vélinni.