Allar pantanir eru afgreiddar á næstu 1-3 virkum dögum. Stórir hlutir og aðrar flóknari vörur geta tekið uppí ca. viku að verða afgreiddar, fer eftir umfangi.

Í einstaka tilfellum getur komið í ljós að vara er uppseld. Oftast er hún aftur komin í sölu innan við viku síðar en ef ekki þá er viðskiptavini boðið að fá vöruna endurgreidda eða breyta yfir í aðra vöru.

Allar vörur eru sendar með Íslandspósti. Sendingarkostnaður er ekki innifalinn í verði og greiðir viðtakandi fyrir hann póstburðargjald samkvæmt gildandi verðskrá Íslandspósts.

Greiðslur:
Allar greiðslur í gegnum vefverslun okkar eru í gegnum örugga greiðslusíðu Valitor.is og geymum við ekki kortanúmer greiðanda.
Tekið er við millifærslu. Sé varan sótt er hægt að óska eftir því að staðgreiða vöruna.

Skilafrestur:

Öllum vörum er hægt að skila og annað hvort skipta í aðra eða fá inneignarnótu. Varan þarf að vera ónotuð og koma í upprunalegum pakkningum. Skilafrestur er 15 dagar frá því að vara er afhent.  Hafi verið greitt með kreditkorti er endurgreiðsla lögð aftur inná sama kort.

Persónuvernd
Farið er með allar persónuupplýsingar sem seljandi móttekur sem algjört trúnaðarmál og þær aðeins nýttar í þeim tilgangi að klára viðskiptafærslu.
Kaupanda gefst hins vegar kostur á að fá send tilboð í tölvupósti og mun seljandi þá aðeins nota þær upplýsingar sem til þess þarf s.s. póstfang.

Úrlausn vafamála
Ávallt skal reyna að leysa öll mál á sem einfaldastan hátt. Ef það er ekki mögulegt er hægt að bera málið undir Kærunefnd þjónustu og lausafjárskaupa sem hýst er af Neytendastofu.. Sem síðasta úrræði er hægt að fara með málið fyrir dómstóla. Það skal gera í íslenskri lögsögu og í lögsagnarumdæmi seljanda .

Þjónusta og upplýsingar
Kaupanda er bent á að senda tölvupóst með öllum þeim upplýsingum er varða kaupin á [email protected] til að fá úrlausn á því sem hann vantar. Kaupandi getur einnig leitað í verslun okkar til að fá svör eða einfaldlega hringt í aðalsímanúmer okkar 564-1451 þar sem honum verður vísað á réttan stað.

Annað:
Móðurást ehf tekur ekki ábyrgð á röngum verðum sem kunna að vera inná síðunni. Móðurást ehf áskilur sér rétt til þess að hætta við pöntun komi í ljós að varan hafi verið vitlaust verðmerkt.