Stálmi í brjóstum
Á öðrum eða þriðja degi eru brjóstin þrútin og tímabundið bólgin. En þetta orsakast af því að blóðið streymir til brjóstanna og eiginleg mjólkurframleiðsla er að hefjast. Stundum er bólgan það mikil að hún nær alveg út í handarkrika og getur valdið móður verulegum óþægindum. Þegar stálminn er mjög mikill þá getur orðið erfitt fyrir móður að leggja barnið á brjóst en venjulega gengur þetta yfir á 24-48 klukkustundum. Bólgan getur versnað ef gjafirnar eru of stuttar eða barnið nær ekki að tæma brjóstið vel vegna þess að það nær ekki nægilega góðu taki á geirvörtunni. Best er að meðhöndla stálma með brjóstagjöf eða mjólkun í mjaltavél. Ef mjólkin er ekki fjarlægð þá hættir móðirin að framleiða mjólk. Það er ekki mælt með heitum bökstrum þar sem slík meðhöndlun getur gert einkennin verri.
![]() | ![]() | ![]() | ![]() | ![]() |
Hvað er hægt að gera:
- Vera í brjóstahaldara sem veitir góðan stuðning jafnvel um nætur, passa að hafa hann nægilega rúman.
- Gefa barni brjóstið oft á 1-3 klukkustunda fresti þetta getur þýtt að móðir verði að vekja barnið svo það geti látið henni líða betur.
- Handmjólka framan af brjóstinu og mýkja það aðeins, svo auðveldara verði fyrir barnið að ná tökum á geirvörtunni og geti mjólkað brjóstið. Mjólkun með brjóstadælu hand eða rafknúinni getur hjálpað. Einnig það að nota brjóstaskeljar á milli gjafa.
- Mikilvægt er að barnið mjólki brjóstið að lágmarki í 10 mínútur helst töluvert lengur. Við svona aðstæður hefur reynst vel að gefa bæði brjóstin í gjöf, í stað þess að gefa bara annað brjóstið.
- Gott er að nota brjóstanudd/vinding á meðan barnið er að drekka, en það hjálpar mjólkinni að flæða fram.
- Til að slá á sársaukann getur verið gott að nota kalda bakstra í skamman tíma eftir hverja brjóstagjöf.
- Ef þarf er í lagi að taka inn bólgueyðandi verkjalyf.
- Þegar 48 klukkustundir hafa liðið og ef ástandið er enn slæmt þá er mælt með því að nota brjóstadælu til að mýkja brjóstin. Þetta má gera 1×24 tíma til að minnka vanlíðan. Í tilfelli sem þessu höfum við ekki áhyggjur af offramleiðslu, heldur meðhöndlum stálmann.
- Ef barnið nær ekki að næra sig vel við brjóstið til að mýkja það. Mikilvægt er við þessar aðstæður að móðir fari í mjaltavél og komi framleiðslu sinni af stað. Ef það er ekki gert er hætt á því að mjólkurframleiðsla stöðvist.
Æskilegt er að móðir framleiði 750-1000 ml á sólarhring á 10 degi, en það er áætluð sólarhrings næringarþörf barnsins næstu 6 mánuðina.
Hvernig má búa til kalda bakstra:
Taka einnota bleyju bleyta hana móta setja í poka og frysta síðan. Vefja henni svo inn í þykkt stykki sem lagt er á bólguna. Einnig hefur oft reynst vel að nota hvítkál á stálmuð brjóst.
Heimild
Huggins, K. (2005). The Nursing Mother Compation (5. útgáfa). Boston, Harvard Common Press.
Genna, C. W. og Sandora, L. (2008). Breastfeeding: Normal Sucking and Swallowing. Í Genna, C. W (ritstj.) Supporting Sucking Sills in Breastfeeding Infants (1-41). Sudbury: Jones and Bartlett Publishers.
West, D. og Marasco, L. (2009). The Breastfeeding Mother´s Guide to Making More Milk. Bandaríkin; McGraw Hill Professional.
Hvernig á ég að mjólka mig?
Brjóstadælur eru kjörin hjálpartæki til lausnar á ákveðnum vandamálum:
- ef þú átt erfitt með að handmjólka úr þrútnum brjóstum.
- til að örva mjólkurframleiðslu ef sog barnsins dugar ekki til að halda framleiðslunni við.
- til að örva flatar og innfallnar geirvörtur, samhliða notkun geirvörtuformara.
Ef móðir og barn eru aðskilin annað hvort strax við fæðingu eða síðar, ætti móðirin strax að byrja að mjólka sig til að örva og koma af stað mjólkurframleiðslunni.
Handmjólkun
- Mjólkin er nudduð úr brjóstinu: notið 3-4 fingur, nuddið í hringi, hvern á eftir öðrum frá ystu brún brjóstsins í áttina að brúna svæðinu. Til að ná tökum á handmjólkun þarf að æfa sig.
- Notið nú allan lófann til að strjúka brjóstið og færðu þig smá saman frá öllum útlínum brjóstsins að geirvörtunni. Handmjólkun á ekki að vera sársaukafull.
- Staðsettu þumalinn fyrir ofan brúna svæðið og vísifingur fyrir neðan. Strjúktu mjúklega og nuddaðu brjóstið inn að brjóstkassanum.
- Færðu fingurnar til, svo þú tæmir örugglega alla mjólkurgangana. Ekki klípa brjóstið og ekki toga í geirvörtuna.
- Á meðan verið er að handmjólka brjóst, ætti aldrei að sleppa taki, heldur rúlla þumali- og vísi fingrum fram á við, eins og þú ætlir að skilja eftir fingraför. Þetta gerir þér kleift að þrýsta varlega á mjólkurgöngin til að tæma þau. Mjólkurgönginn liggja mjög grunnt.
- Sjá myndband.
Tekið saman af Arnheiði Sigurðardóttur, uppfært í september 2011. Uppfært í apríl 2014