Alecto pelahitari digital tvöfaldur
Auðveldar lífið með pelabarnið
Alecto BW700TWIN tvöfaldi pelahitarinn er virkilega góð viðbót við heimilistækin á heimilinu. Hitarinn sem er 512 watta getur hitað, sótthreinsað og afþítt tvo pela í einu! Hitarinn með með stýringu þannig að pelinn/maturinn er aldrei hitaður of lengi né of mikið. Þannig varðveitast vítamín og næringarefni eins vel og hægt er.
Hitun
Er komið að máltíð? Þá getur þú hitað pela eða mat upp í rétt hitastig á örfáum mínútum. Hitarinn hitar jafnt, þannig að allur pelinn/maturinn er jafnheitur (án hita eða kuldabletta). Á meðan þú hitar getur þú fylgst með á skjánum á hitaranum hversu langan tíma það tekur. Þegar völdu hitastigi er náð slekkur hitarinn sjálfkrafa á sér.
Hvað getur tvöfaldi pelahitarinn gert fleira?
Sótthreinsa
Pelahitari sem getur líka sótthreinsað léttir þér lífið. Meiri tími með barninu í stað þess að standa yfir potti og sjóða ílát. Sótthreinsistillingin sparar mikinn tíma. Sérstaklega þar sem oft eru gefnir margir pelar á dag.
Afþíða
Áttu móðurmjólk í frystinum? Eða ertu búin að frysta hæfilega matarskammta fyrir barnið? Afþíðingarstillingin hitar matinn hratt í herbergis- eða ísskápshitastig. Svo getur þú geymt matinn þar til hentar að borða hann eða klárað strax að hita hann. Tvöfaldi pelahitarinn frá Alecto léttir þér lífið!
Vörulýsing:
Fyrirfram forritaðir hitunartímar: Hraðhitun, hæg hitun, þíðing og sótthreinsun
Hægt að stilla á stofuhita eða ísskápshita
Skír skjár sem sýnir hversu langt er eftir af hitunartíma; auðvelt að stilla á skjánum
Slekkur sjálfkrafa á sér þegar völdu hitastigi er náð
Hægt er að velja að halda hita á matnum í allt að 3 klst
BPA frítt
Power supply: 230V / 50Hz
Hvað er í kassanum?
pelahitari
gufu lok til að nota við sótthreinsun
Manual NL / EN / DE / FR / IT
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.