Brjóstaskeljar ammeskaller 2 stk
Skeljarnar eru tíndar í Færeyjum, þær eru litlar og sjást lítið og geta verið lítt sýnilegar í brjóstahaldaranum.
Brjóstaskeljar eru 100% náttúruafurð, óskaðlegar fyrir þig og barnið þitt og engin dýr hafa verið drepin til að afla þeirra.
Hér fyrir neðan eru upplýsingar um skeljarnar, hvernig þær virka, kostir og ókostir.
Notkun:
Skeljarnar eru þvegnar vandlega og hvassar brúnir slípaðar af. Síðan eru þær flokkaðar eftir lögun og í 2 mismunandi stærðarflokka svo hægt sé að fá rétta stærð sem hentar hinni mjólkandi móður.
Skeljarnar heita á latínu Patella Vulgata og hið íslenska nafn þeirra er olnbogaskel. Þetta óvenjulega nafn hafa þær fengið vegna lögunar sinnar sem líkist olnboga á handlegg. Þær eru líka stundum kallaðar náttúruskeljar.
Lögun skeljanna gerir þær mjög hentugar sem brjóstaskeljar þar sem þær passa mjög vel á brjóst. Þær eru sterkar og eru sléttar og glansandi að innan. Mjólk sem lekur úr brjóstinu fyllir skelina smám saman og hún lætur frá sér m.a. zink og magnesíum sem hafa græðandi áhrif á brjóstvörtuna. Rakinn mun síðan hindra að það myndist hrúður.
Skeljarnar hlífa að auki við núningi og föt eða lekahlífar festast ekki við.
Alþjóða heilbrigðisstofnunin mælir með brjóstagjöf eingöngu til 6 mánaða aldurs en því miður verða vandamál s.s. sársauki og óþægindi oft til þess að það markmið næst ekki.
Brjóstaskeljarnar reynast mörgum vel, annars vegar sem fyrirbyggjandi eða sem meðferð. Notkun þeirra getur lengt brjóstagjafatímann.
Notkun brjóstaskelja er gamalt húsráð frá Noregi og Færeyjum. Þetta er ekki eins þekkt hér á landi en á sífellt meiri vinsældum að fagna.
Stærðarflokkarnir eru tveir:
A stærð 1. þvermál 2,5-3,5 sm, dýpt 1,5 sm.
B stærð 2. þvermál 3,5-4,5 sm, dýpt 2,5 sm.
Athugið að taka fram hvort þið viljið litlar eða stórar í flokki eitt eða tvö.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.