Medela Symphony einfalt sett fyrir Symphony leiguvél. Settið er þrifið eftir hverja notkun og síðan sótthreinsað einu sinni á sólarhring, annað hvort soðið í potti eða gufusótthreinsað í medela quick clean pokum.
Með þessu setti er aðeins hægt að mjólka annað brjóstið í einu. Það getur átt mjög vel við þegar verið er að létta á vegna offramleiðslu mjólkur hjá móður eða meðhöndla sár á geirvörtum og barn drekkur annars vel úr brjóstinu. Betra er að nota tvöfalt sett ef auka þarf mjólkurframleiðslu eða viðhalda henni við erfiðar aðstæður.