That’s mine Brjóstagjafapúði rose large
Þessi fallegi og margbreytilegi gjafapúði er sérstaklega hannaður fyrir verðandi og nýorðna foreldra. Gjafapúðinn uppfyllir þarfir bæði fyrir brjóstagjöf og þegar gefinn er peli. Með þessari nýju hönnun er mjög auðvelt að gefa tvíburum á sama tíma. Á báðum endum púðans er laufblað sem barnið getur haldið í. Púðinn er þannig hannaður að hann styður bæði móður og barn vel meðan á gjöf stendur. Hentar einnig vel sem koddi eða mjaðmastuðningur meðan móðirin er á meðgöngu.
Hann er einnig fínn fyrir barnið þegar það liggur á maganum eða sem stóll og styður vel við hnakka barnsins þegar það stækkar.
Framleiðsluland: Indland
Áklæði: 100% lífrænt ræktuð bómull
Fylling: Bakteríudrepandi (antibacterial) Kröyerkúlur
Stærð: 77×72 cm
Þvottaleiðbeiningar:
Áklæði: 40°C í þvottavél. Lokið rennilás fyrir þvott. Má ekki strauja. Má ekki fara í þurrkara. Má ekki fara í þurrhreinsun.
Innri púði: 40°C. Þarf að þvo í þvottapoka. Tryggið að púðinn sé algerlega þurr áður en áklæðið er sett á hann aftur
Skiljið barnið ekki eftir án eftirlits með púðann. Togið ekki í laufblöðin/kúruklútana þegar verið er að binda púðann.
Stærri gerð
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.