CLOUD B Twilight Turtle fjólublá
Þetta æðislega ljós er fullkomið þegar myrkrið skellur á á veturna. Ljósið hefur verið mikið notað til þess að “lækna” börn af myrkfælni og að venja þau af því að sofa með kveikt ljós. Ljósið varpar stjörnum á loft og veggi barnaherbergisins. Ljósið er einnig kjörið sem náttljós þegar gefa á ungbörnum að drekka á næturnar án þess þó að kveikja ljós. Hvert ljós varpar þremur litum, bláum, grænum og rauðum.
Hvert ljós inniheldur:
- Stjörnur sem varpast upp á veggi og loft
- Þrír litir: Blár, grænn og rauður
- Skelin ljómar
- Slekkur sjálfkrafa á sér eftir 45 mínutur – engin íkveikju hætta og ekki þarf að passa uppá að slökkva á því
- Hægt er að finna stjörnumerki sem eru í skelinni með stjörnukorti sem fylgir
- Þrjú AAA batterí fylgja – hleðsla endist cirka 3 mánuði