Álfabikarinn og Mánabikarinn eru margnota bikarar sem taka við tíðablóði og koma í stað dömubinda og tappa. Álfabikarinn (Keeper) er gerður úr 100% náttúrulegu gúmmíi, án allra aukaefna. Mánabikarinn (Mooncup) er gerður úr 100% medical grade silikoni og er góð lausn fyrir konur sem fá ofnæmiseinkenni af notkun gúmmís.

Margar konur upplifa óþægindi vegna notkunar dömubinda og tíðatappa. Álfa/Mánabikarinn þurrkar ekki, heldur geymir tíðablóðið og veldur því ekki truflun á starfsemi slímhúðar. Því er síður hætta á sveppasýkingum og öðrum óþægindum sem gjarnan fylgja í kjölfar blæðinga.

4.400 kr.
Til á lager
4.400 kr.
Til á lager