Móðurást er brautryðjandi í leigu mjaltavéla (rafknúinna sjúkrahúsbrjóstadæla) frá árinu 1992. Hér eru ávallt bestu fáanlegar dælur í boði, sömu og eru á Landspítala Háskólasjúkrahúsi, Vökudeild og Sængurkvennadeild og flestum sjúkrahúsum og heilsugæslum á landinu.

Um er að ræða Medela Symphony brjóstadælu sem er fullkomin tveggja takta dæla og er vélin leigð en hver kona þarf að eiga sitt eigið viðsett en þau ganga ekki milli manna vegna sóttvarna.

Á sjúkrahúsinu er konum afhent svokallað einnota sett, en það er ætlað til eins sólarhrings notkunar. Slík sett fást hér í Móðurást, en við mælum frekar með margnota settum sem fást hér og hægt er að sótthreinsa og nota aftur og aftur til langtíma notkunar.

Einnig mælum við með að flestar konur noti tvö sett, þ.e. mjólki bæði brjóstin í einu, sem er bæði tímasparnaður og árangursríkara, en brjóstagjafaráðgjafi sem oftast er tiltækur, ráðleggur hverri konu hvað á við í hennar tilfelli ef óskað er.

Leigutími er opinn, enda sjaldan hægt að ákveða hann fyrirfram. Verð á leigu er kr 300,- á dag, kr 8.400,- fyrir 4 vikur.

Til að leigja mjaltavél er best að hafa samband í síma 564 1451. Ef í neyðartilvikum þarf að nálgast mjaltavél utan afgreiðslutíma má hafa samband í síma 694 3844.

Einnig er hægt að leigja í Móðurást ungbarnavogir sem eru mjög nákvæmar.  Verð á leigu er kr 300,- á dag, kr 8.400,- fyrir 4 vikur.

Leiguvara
300 kr.