Beint í efni
Mínar síður

Brjóstapumpu-leigan í Móðurást

Í Móðurást, Laugavegi 178, getur þú leigt Medela Symphony og Ardo brjóstapumpur.

Einnig erum við með ungbarnavogir frá bæði Alecto og Marel til leigu.

Sólarhringsleiga er 350kr fyrir brjóstapumpu

Sólahringsleiga er 450kr fyrir ungbarnavog

Með leigupumpunum okkar þarf að eiga pumpusett til að mjólka sig en þau ganga ekki milli manna vegna sóttvarna.

Sett fyrir brjóstapumpur

Brjóstaskildir

Brjóstaskildirnir eru seldir sér og eigum við til stærðir frá 17mm upp í 36mm

Með Medela settum fylgir 24mm skjöldur.

Með Ardo settum fylgir 26mm skjöldur
Smelltu hér til að lesa leiðbeiningar um val á réttum brjóstaskildi

Rétt val á brjóstaskildi minnkar líkur á stíflum og hámarkar mjólkurframleiðslu þegar pumpað er.

Hreinlæti og þrif

Munið að þvo hendur með sápu áður en pumpan og pumpusettin eru meðhöndluð til þess að hámarka hreinlæti.

Þegar verið er að pumpa þarf að vaska settin upp eftir hverja notkun. Hægt er að fá sérstaka pelasápu sem brýtur niður mjólkurprótein sem annars leggjast innan á pelana og settin og gera þau skýjuð. Við mælum með góðum pelabursta með til þess að einfalda þrif.

Sótthreinsa þarf settin einu sinni á sólarhring. 
Það er hægt að gera með því að setja þau í pott og láta suðu koma upp. Einnig er hægt að fá poka sem hægt er að setja í örbylgju. Svo eru til sérstök sótthreinsitæki. Fara þarf varlega með öll þessi tæki til að varast bruna. 

Leiðbeiningar um þrif á brjóstapumpu

Ítarlegar upplýsingar um þrif á pumpu frá framleiðanda
Symphony brjóstapumpunnar